Cancel

Covid-19 forvarnir

 

Pizza Hut hefur frá upphafi viðhaft strangt gæðaeftirlit. Matvælaöryggi og hreinlæti er okkur hjartans mál.

Á stöðum okkar er handspritt fyrir viðskiptavini og starfsfólk, auk þess sem starfsfólk okkar hefur verið sérstaklega upplýst um persónulegar sóttvarnir.

Snertifletir eru sótthreinsaðir reglulega yfir allan daginn s.s. salerni, afgreiðsluborð, gossvæði, hurðarhúnar, greiðsluposar og handrið.

Við höfum aukið bilið á milli borða til að tryggja fjarlægð viðskiptavina í sal.

Viðskiptavinir eru hvattir til þess að nota snertilausan greiðslumáta og Take Away sem er í boði bæði í Smáralind og í Staðarbergi Hafnarfirði.

Ef þú vilt koma ábendingu á framfæri skaltu senda okkur línu á abending@pizzahut.is því við vitum að alltaf má gera betur.

Stöndum saman, við erum öll almannavarnir.

Starfsfólk Pizza Hut.